Upphæðirnar sem stærstu hluthafar Icelandair Group keyptu fyrir

Listi yfir tuttugu stærstu hluthafa Icelandair er nokkuð breyttur eftir hlutafjárútboðið.

MYND: ICELANDAIR / SIGURJÓN RAGNAR

Lífeyrissjóðirnir LSR og Gildi voru stórtækastir í nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group. LSR, A og B-deild, keypti fyrir rúmlega 1,8 milljarð króna og Gildi fyrir nærri 1,5 milljarð kr. Þátttaka lífeyrissjóðsins Brúar nam tæpum 1,3 milljarði króna.

Þetta má sjá með því að bera saman eign sjóðanna 17. september síðastliðinn við nýjan lista Icelandair Group yfir tuttugu stærstu hluthafana sem birtur var í gærkvöld.

Bankar landsins eru áberandi á þessum nýja lista en samkvæmt tilkynningu kunna þar að vera hlutabréf sem ennþá á eftir að deila út til viðskiptavina. Til viðbótar er Landsbankann uppgjörsaðili útboðsins. Bankarnir gætu þá dottið út af topplistanum fyrir næstu birtingu.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management voru áður tveir stærstu hluthafar Icelandair Group en eru það ekki núna enda tók hvorugur þeirra þátt í útboðinu. Þar með er LSR komið í fyrsta sæti með 7,99 prósent samtals og Gildi í öðru sæti með 6,61 prósent.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hversu mörgum hlutum stærstu hluthafar Icelandair bættu við sig í útboðinu. Og þar sem útboðsgengið var ein króna á hlut þá liggur í augum uppi hver viðbótarfjárfestingin var.