10 bestu áfangastaðirnir í Evrópu árið 2021

Piran í Slóveníu. Mynd: Mikita Karasiou/Unsplash

Ferðatímaritið Conde Nast Traveller birti nýverið lista sinn yfir þá 10 áfangastaði í Evrópu sem blaðamönnum ritsins þykja áhugaverðastir fyrir komandi ár.

Á listanum eru þrjár borgir eða svæði sem hægt er að fljúga til beint frá Keflavíkurflugvelli. Alla vega eins og dagskráin er í dag en hún gæti auðvitað breyst vegna aðstæðna.

Topplisti Conde Nast Traveller fyrir Evrópu

  1. Slóvenía
  2. Melides, Portúgal
  3. El Hierro, Kanaríeyjum
  4. Helsinki, Finnland – Bæði Icelandair og Finnair fljúga til borgarinnar frá Keflavíkurflugvelli
  5. Chania, Krít – Heimsferðir og Vita bjóða upp á ferðir til Krítar næsta sumar
  6. Timișoara, Rúmenaía
  7. Salento, Ítalía
  8. Skánn, Svíþjóð – Flug til Kaupmannahafnar með Icelandair eða SAS og svo yfir Eyrarsundsbrúnna og þá ertu á Skáni
  9. Dubrovnik og nágrenni, Króatía
  10. Azoreyjar, Portúgal