Aðeins 7.502 flugu með Icelandair

Að jafnaði var um þriðja hvert sæti skipað farþegum í flugvélum Icelandair í október. MYND: ICELANDAIR

Sætisframboð Icelandair dróst saman um 96 prósent í október og farþegum fækkaði um 98 prósent. Farþegarnir voru í heildina 7.502 en litlu færri flugu með Air Iceland Connect eða 6.751.

Sætanýtingin hjá Icelandair var 35,7 prósent í október en hún var 45,5 prósent í september. Þá flutti félagið 11.869 farþega.