Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gerði í upphafi heimsfaraldursins samning við Icelandair til að tryggja lágmarks flug til Evrópu og Bandaríkjanna. Ferðirnar vestur um haf takmörkuðust við flug til Boston og þangað hafa þotur Icelandair flogið eina til tvær ferðir í viku síðustu mánuði. Ekki aðeins með farþega heldur líka vörur.
Í farþegarýminu hafa þó fáir verið, alla vega á leiðinni út til Boston eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.