Fella niður flug til Tenerife og Kanarí um jólin

Heimsferðir munu ekki fljúga farþegum til Kanaríeyja fyrr en í fyrr en í febrúar á næsta ári.

Við sundlaugarbakka á Tenerife. Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Ekki er lengur hægt að bóka flug með Heimsferðum til Kanarí og Tenerife í desember. Í svari frá ferðaskrifstofunni segir að tekin hafi verið ákvörðun um að fella niður ferðirnar til spænsku eyjanna fram í byrjun febrúar. Verið er að upplýsa farþega Heimsferða um þessar breytingar.

Jólaferðir til Kanarí og Tenerife eru vanalega uppseldar með löngum fyrirvara en vegna ástandsins sem Covid-19 hefur valdið þá hafa ferðaskrifstofur auglýst laus sæti að undanförnu.

Fjöldi Covid-19 tilfella hefur verið á niðurleið á Kanaríeyjum og spænsk stjórnvöld eru áhugasömu fyrir samstarfi um farþegaflug milli Íslands og Spánar í vetur. Farþegar yrðu þá skyldaðir til að fara í skimun fyrir kórónaveirunni áður en haldið er til Spánar og aftur fyrir heimferðina til Íslands.

Eignarhaldi Heimsferða var breytt um síðustu mánaðamót í kjölfar gjaldþrota TravelCo Nordic. Það félag var í eigu Arion banka og keypti bankinn svo Heimsferðir út úr þrotabúinu.

Þessi grein er opin öllum lesendum en meirihluti þeirra greina sem nú birtast á Túrista eru aðeins fyrir áskrifendur.