Samfélagsmiðlar

Flug frá fimm þýskum borgum í stað tólf

Samgöngurnar milli Íslands og Þýskalands yfir sumarmánuðina hafa lengi verið góðar. Síðustu ár hefur úrvalið hins vegar dregist verulega saman.

Frá Keflavíkurflugvelli verður hægt að fljúga reglulega til fimm þýskra borga í sumar eins og staðan er núna.

Yfir sumarmánuðina eru Þjóðverjar vanalega næst fjölmennsta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi á eftir Bandaríkjamönnum. Og þýsku ferðamennirnir gefa sér oft góðan tíma á Íslandsferðirnar. Þannig dvaldi hver Þjóðverji sem hingað koma sumarið 2019 í eina viku að meðaltali. Til samanburðar stoppuðu bandarísku túristarnir að jafnaði í fjórar nætur.

Fjöldi þýskra ferðamann hefur hins vegar dregist saman síðustu ár í takt við fækkun flugferða milli landanna tveggja. Þar vegur þungt fall Airberlin sem lengi var stórtækt í Íslandsflugi. Sömu örlög biðu Germania en það félag bauð upp á ferðir hingað frá nokkrum minni borgum í Þýskalandi.

Næsta sumar er svo útlit fyrir að annað þýskt flugfélag hverfi frá Keflavíkurflugvelli.

Þar með verða flugfélögin þrjú sem halda úti fluginu héðan til Þýskalands næsta sumar. Framboð á flugi hingað frá Þýskalandi hefur því dregist verulega saman eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Sumarið 2017 var til að mynda flogið hingða frá tólf þýskum borgum en þá náði fjöldi þýskra ferðamanna hér á landi hámarki. Nú í sumar er eingöngu Íslandsflug á dagskrá frá fimm þýskum borgum.

Þotur Lufthansa munu sem fyrr fljúga hingað frá Frankfurt og Munchen og til beggja þessara borga flýgur Icelandair einnig. Auk þess er áætlunarflug til Hamborgar og Berlínar á dagskrá Icelandair. Frá Dortmund munu svo þotur Wizz Air fljúga reglulega.

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …