Flug frá fimm þýskum borgum í stað tólf

Samgöngurnar milli Íslands og Þýskalands yfir sumarmánuðina hafa lengi verið góðar. Síðustu ár hefur úrvalið hins vegar dregist verulega saman.

Frá Keflavíkurflugvelli verður hægt að fljúga reglulega til fimm þýskra borga í sumar eins og staðan er núna. Mynd: Isavia

Yfir sumarmánuðina eru Þjóðverjar vanalega næst fjölmennsta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi á eftir Bandaríkjamönnum. Og þýsku ferðamennirnir gefa sér oft góðan tíma á Íslandsferðirnar. Þannig dvaldi hver Þjóðverji sem hingað koma sumarið 2019 í eina viku að meðaltali. Til samanburðar stoppuðu bandarísku túristarnir að jafnaði í fjórar nætur.

Fjöldi þýskra ferðamann hefur hins vegar dregist saman síðustu ár í takt við fækkun flugferða milli landanna tveggja. Þar vegur þungt fall Airberlin sem lengi var stórtækt í Íslandsflugi. Sömu örlög biðu Germania en það félag bauð upp á ferðir hingað frá nokkrum minni borgum í Þýskalandi.

Næsta sumar er svo útlit fyrir að annað þýskt flugfélag hverfi frá Keflavíkurflugvelli.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.