Ef Reykjavíkurborg breytir deildiskipulagi sínu þá verður hægt að hefja framkvæmdir nú þegar við byggingu Four Seasons hótels á lóð malasíska kaupsýslumannsins Vincent Tan við Reykjavíkurhöfn. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Tryggva Þór Herbertsson, stjórnarformann Icelandairhótelanna, í gær.
Tryggvi er umsjónarmaður fjárfestinga Vincent Tan en fjárfestingafélag hans keypti 75 prósent hlut í Icelandair hótelunum í vor.