Gáfu einfaldlega samþykki fyrir hæsta boðinu í eignir móðurfélags Heimsferða

Gjaldþrot TravelCo Nordic, sem var eigu Arion banka, fer í sögubækurnar í Danmörku þar sem tjón ferðaábyrgðsjóðsins þar í landi verður meira en nokkur dæmi eru um.

Heimasíðu Travelco Nordic hefur verið lokað en félagið var í eigu Arion banka. Hluturinn í Heimsferðum hefur verið færður í félag sem heyrir bent undir bankann. Stjórnarformaður þess félags er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.

Í uppgjöri sínu við Andra Má Ingólfsson í fyrra þá tók Arion banki yfir ferðaskrifstofurnar sem áður tilheyrðu Primera Travel Group ehf. Andri Már hafði flutt þær yfir í danska félagið TravelCo Nordic stuttu eftir gjaldþrot Primera Air haustið 2018.

Nú er TravelCo Nordic líka orðið gjaldþrota en félagið var ennþá í eigu Arion banka. Bankinn keypti hins vegar eignir Heimsferða og vörumerki dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tours út úr þrotabúinu í síðustu viku.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.