Gistinæturnar á landsvísu jafn margar og á Austurlandi í fyrra

Frá Exeter hótelinu í Reykjavík en það er eitt þeirra sem er hefur verið lokað að undanförnu.

Það voru 379 þúsund gistinætur merktar útlendingum á íslenskum hótelum í október í fyrra. Þar af voru þær tæplega 11 þúsund á Austurlandi. Nú sýnir bráðabirgðatalning Hagstofunnar, fyrir nýliðinn október, að gistinætur útlendinga á hótelum hafi verið 11 þúsund á landinu öllu.

Samdrátturinn milli ára nemur 97 prósentum en þegar gistinætur Íslendinga eru teknar með í reikninginn þá nemur samdrátturinn 91 prósenti. Heimamenn keyptu nefnilega um 26 þúsund hótelnætur í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgðatalningunni.