Gjaldþrot félags Arion banka á borð ríkislögmanns í Danmörku

Stjórn ferðaábyrgðasjóðs Danmerkur, Rejsegarantifonden, hefur óskað eftir rannsókn á milljarða tjóni sjóðsins sem rekja má til gjaldþrots móðurfélags Heimsferða. Það félag var í eigu Arion banka.

Skjámynd af vef TravelCo Nordic

Heimsferðir var ein þeirra sex ferðaskrifstofa sem tilheyrðu danska fyrirtækinu TravelCo Nordic sem var lýst gjaldþrota í lok síðasta mánaðar. Eigandi TravelCo Nordic var Arion banki sem tók danska félagið yfir í uppgjöri sínu við Andra Má Ingólfssonar í júní 2019.

Í tengslum við gjaldþrot TravelCo Nordic þann 23. október sl. keypti Arion banki Heimsferðir út þrotabúinu og líka vörumerki dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tours. Kaupin á því síðarnefnda voru gerð í félagið við framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar og danska fjárfesta.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.