Greiðsluskjól Gray Line framlengt en N1 áfrýjar

Héraðsdómur veitti Allrahanda Gray Line áframhaldandi heimild til fjárhagslegrar skipulagningar fram í lok mars á næst ári. Eini kröfuhafinn sem setti sig gegn þessari heimild var N1 og nú hafa stjórnendur fyrirtæksins áfrýjað úrskurðinum til Landsréttar.

airportexpress
Afkoma Gray Line fyrstu þrjá mánuði þessa árs var jákvæð og nam viðsnúningurinn um eitt hundrað milljónum króna. MYND: GRAY LINE

Tekjur hópbifreiðafyrirtækisins Allrahanda Gray Line lækkuðu um 98,9 prósent á tímabilinu 1. apríl til 15. júní sl. sem rekja má til útbreiðslu kórónaveirunnar. Heildartekjurnar fyrirtækisins voru á þessum tíma rétt um 11 milljónir króna en höfðu verið um 276 milljónir kr. á mánuði á sama tíma í fyrra.

Af þessum sökum átti Gray Line í erfiðleikum með að standa í skilum við lánadrottna og töldu stjórnendur þess að aðgerðir einstakra kröfuhafa væru yfirvofandi. Af þeim sökum var óskað eftir greiðsluskjóli í lok júní takt við lög sem Alþingi hafði þá nýlega samþykkt.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.