Hafa sagt upp helmingi skrifstofufólks og 84 prósent flugmanna

Að öllu óbreyttu verða nærri átta starfsmenn á skrifstofu Icelandair á hvern flugmann um áramótin. Hlutfallið var nærri fjórfalt lægra fyrir heimsfaraldurinn. Hjá Finnair er staðan önnur.

icelandair 767 757
MYND: ICELANDAIR

Það voru 562 flugmenn að störfum hjá Icelandair sumarið 2019. Um síðustu áramót var 112 þeirra sagt upp vegna áframhaldandi kyrrsetningar Boeing MAX þotanna. Þar með voru 450 flugmenn með vinnu hjá flugfélaginu en flestir þeirra fengu uppsagnarbréf í vor vegna ástandsins sem Covid-19 hefur valdið.

Í dag eru 139 flugmenn á launum hjá Icelandair en 68 þeirra hefur verið sagt upp frá og með áramótum. Eins og staðan er núna hefur flugmönnum hjá Icelandair því fækkað um 69 prósent frá byrjun þessa árs. Að öllu óbreyttu verður hlutfallið komið í 84 prósent um komandi áramót.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.