Samfélagsmiðlar

Íslensk ferðaþjónusta hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar

Íslensk ferðaþjónusta hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2020. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú og velgjörðarsendiherra ferðamennsku og sjálfbærrar þróunar hjá Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) tilkynntu um verðlaunin í myndbandi sem Samtök ferðaþjónustunnar gáfu út.

Í tilkynningu frá SAF segir að nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar séu veitt fyrir athyglisverðar nýjungar í ferðaþjónustu og er ætlað að hvetja frumkvöðla og fyrirtæki í ferðaþjónustu innan samtakanna til nýsköpunar.

„Öllum er ljós sú erfiða staða sem ferðaþjónusta er í vegna heimsfaraldurs Covid-19. Staðan er vissulega erfið en framtíðarhorfur í ferðaþjónustu hér á landi eru mjög bjartar til lengri tíma. Á liðnu sumri upplifðu Íslendingar á ferðum sínum um landið þá gríðarlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu um land allt. Í stað þess að veita einu fyrirtæki verðlaunin í ár hlýtur atvinnugreinin í heild sinni – ferðaþjónusta á Íslandi – Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2020,“ segir í tilkynningu.

Þar segir að með því að veita íslenskri ferðaþjónustu verðlaunin vilja samtökin leggja áherslu á þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í greininni á umliðnum árum og hrósa þeim hundruðum ferðaþjónustufyrirtækja og þúsundum starfsmanna þeirra um land allt fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu.

„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag segir í ágætu kvæði Tómasar Guðmundssonar. Það er á brattann að sækja í því ferðalagi sem við höfum nú tekst á hendur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í myndbandinu.

„Farsóttin hefur valdið miklum búsifjum, miklum usla. Áður en hún brast á var ferðaþjónustan orðin ein styrkasta stoð íslensks efnahags. Ferðamenn flykktust hingað til lands, himinlifandi yfir þeim viðtökum sem þeir nutu hér, himinlifandi yfir landi og þjóð, yfir þeirri yndislegu og ægifögru náttúru sem við njótum hér á Íslandi. Veiran fer, við munum ráða niðurlögum hennar. Ísland verður á sínum stað og það eru þið, fólkið í ferðaþjónustunni, sem gerir að verkum að fólk vildi flykkjast hingað til lands utan úr heimi og það eru þið, fólkið í ferðaþjónustunni, sem ræður því að fólk vill koma hingað aftur á nýjan leik,“ segir forseti Íslands.

Eliza Reid, forsetafrú og velgjörðarsendiherra ferðamennsku og sjálfbærrar þróunar hjá Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), segir í myndbandinu að það leynist tækifæri í þeim erfiðleikum sem ferðaþjónustan glímir nú við. „Tækifæri fyrir nýjar hugmyndir, nýsköpun, nýja tækni og lausnir á málum. Mér þykir svo vænt um ferðaþjónustuna hér á landi og ég veit að þið sem eruð að vinna í greininni munuð koma með alskonar frábærar hugmyndir. Ég veit að Ísland verður fremst á listanum hjá mörgum ferðamönnum vegna náttúrunnar okkar, öryggisins, plássins og ekki síst vegna þeirrar gestrisni sem ferðamenn hafa upplifað þegar þeir koma til landsins,“ segir Eliza Reid.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …