Jóladagskrá Icelandair væntanleg

Nú eru vafalítið ófáir Íslendingar í útlöndum að horfa til ferða til Íslands fyrir jól. Nú í haust hefur töluvert af ferðum verið aflýst og sérstaklega á vegum Icelandair. Nú ætlar félagið að birta áætlun fyrir komandi jólavertíð.

Mynd: Icelandair

Það búa um 45 þúsund Íslendingar í útlöndum og þrátt fyrir ástandið og kröfuna um sóttkví þá má gera ráð fyrir að fjöldi ætli sér að koma heim fyrir jól. Þá horfa sennilega margir til Icelandair en gallinn er sá að hin uppfærða flugáætlun félagsins nær aðeins til 29. nóvember.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.