Kostnaður vegna utanlandsferða niður um 1,5 milljarða króna

Ferðalög milli landa hafa verið lítil að undanförnu eins og endurspeglast í lægri ferðakostnaði ríkisins.

Ferða- og dvalarkostnaður ríkisins vegna utanlandsferða lækkaði úr 2,1 milljarði niður í 640 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Lækkunin nemur um einum og hálfum milljarði kr. eða sjötíu prósentum.

Þegar aðeins er horft til ferðakostnaðar ráðuneyta vegna ferðalaga út í heim þá var sparnaðurinn 140 milljónir samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytingu. Fór hann úr 220 milljónum frá janúar til september í fyrra og niður í 60 milljónir fyrir þetta sama tímabil í ár. Það er lækkun um 73 prósent.

Þessi grein er öllum opin en meirihluti frétta Túrista er aðeins fyrir áskrifendur. Hér getur þú keypt áskrift.