Samfélagsmiðlar

Lausn við einu af vandamálum ferðaþjónustunnar

Ný íslensk tæknilausn bíður þess að komast í notkun þegar ferðalög milli landa verða eðlileg á nýjan leik.

Þór Sigurðsson er stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Expluria.

Þegar til landsins komu þúsundir ferðamanna á degi hverjum þá var ekki óalgengt að hálfgerð mannþröng myndaðist þar sem ferðafólk var sótt fyrir skoðunarferðir. Sérstaklega við hótelin þegar þangað komu rútur úr öllum áttum til að sækja farþega sem voru á leið í norðurljósaferðir. Þá þurftu bílstjórar og ferðamenn að finna hvern annan sem gat stundum reynst erfitt í mannþrönginni. 

Þegar ferðafólk fer að streyma til landsins á ný eftir heimsfaraldrinum lýkur þá gæti þetta vandamál verið úr sögunni. Ástæðan er tæknilausn sem frumkvöðullinn Þór Sigurðsson hefur þróað og gefið nafnið Expluria

„Hugmyndin kviknaði fyrir um tveimur árum síðan en þá hafði ég fengið töluverða reynslu af því að sækja ferðamenn niður í miðbæ Reykjavíkur og upplifað stressið sem því fylgir. Ekki bara fyrir bílstjórann sem hefur skamman tíma heldur líka ferðafólkið sem oft er búið að bíða í þrjátíu til fjörutíu mínútur. Einnig fylgir þessu álag fyrir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins sem eru í sambandi við viðskiptavinina í síma og reyna að auðvelda þeim að finna rétta rútu. Expluria leysir þennan vanda en kerfið samanstendur af vef og tveimur mismunandi öppum, einu fyrir bílstjórann og öðru fyrir ferðamanninn. Kerfið segir honum hvert hann verður sóttur og númerið á farartækinu sem hann er bókaður með. Síðan fær gesturinn skilaboð þegar 500 metrar eru í bílinn,“ útskýrir Þór.

Eyðir óvissunni í tengslum við ferðirnar

Hann segir að með Expluria hverfi í raun öll óvissan sem snýr að því að sækja ferðamenn og það ætti að auka ánægju ferðafólksins. „Ég átti samtöl við fjölda ferðamanna um upplifun þeirra af þessari bið og óvissunni sem henni getur fylgt. Einnig hitti ég ferðaþjónustuaðila og starfsfólk hótela sem öll voru sammála um að Expluria lausnin myndi breyta upplifun ferðamanna og létta álagið á ferðaþjónustunni. Staðreyndin er sú að á hótelunum getur myndast örtröð á morgnana og á kvöldin þegar margir gestir eru á leið í skoðunarferðir.“

Þar með eru þó ekki allir kostir Expluria upp taldir því kerfið gerir ferðafólki einnig kleift að endurbóka ferðir í kerfinu, til að mynda ef ferð fellur niður vegna veðurs. Þór segir lausnina henta ferðaþjónustufyrirtækjum af öllum stærðum en hún tengist í dag beint við kerfi Bókunar sem fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi notar. Unnið er að því að tengja kerfið við fleiri bókunarkerfi. 

Fékk inn hluthafa úr ferðaþjónustunni

Spurður um vinnuna sem liggur að baki Expluria þá segir Þór að þróunarvinnan hafi verið mikið áskorun.„Hugbúnaðarteymið telur níu manns og hafa þau öll unnið gríðarlega gott starf við að leysa flókna ferla til að fá lausnina til að virka virka sem eina heild, bæði vefin og öppin tvö.“

Um mitt síðasta ár komu fjársterkir hluthafar að verkefninu og þar á meðal úr ferðþjónustunni. Fólk sem Þór segir að þekki vel það vandamál sem Expluria leysir. „Mikilvægi þess að hafa innlenda fjárfesta sem tengjast ferðaþjónustunni er afar dýrmætt og ekki síður það tengslanet sem þeir hafa.“

Bjóða fyrirtækjum frían aðgang til að byrja með

Núna liggja ferðalög milli landa að mestu niðri og því erfitt að gera prófanir á Expluria við þær aðstæður. Grunnútgáfa kerfisins er þó tilbúin. Það getur sótt pantanir til Bókunar og úthlutað bílstjóra rútu og einnig sent upplýsingar til ferðafólksins um hvaða rútu það eigið að fara með. 

„Þar sem ferðaþjónustan er í raun stopp vegna heimsfaraldursins þá höfum við ekki farið í það að auglýsa lausnina. Við viljum þó leggja okkar að mörkum við endurreisnina og ætlum að veita ferðaþjónustufyrirtækjum frían aðgang í 120 daga án endurgjalds þegar þar að kemur,“ segir Þór en hann horfir þó ekki bara til Íslands því Expluria getur nýst á mun fleiri mörkuðum. 

Taka þátt í sprotahraðli vestanhafs

Þannig er í undirbúningi að kynna kerfið fyrir norskum ferðaþjónustufyrirtækjum og í kjölfarið víðar í heiminum. Þar kemur að góðu sú athygli sem Expluria hefur fengið á sviði nýsköpunar. 

„Í byrjun október komumst við inn í vinsælan bandarískan sprotahraðal sem heitir „Newchip“. Það var mikil viðurkenning á starfi okkar því aðeins tuttugu og fimm fyrirtæki fá inngöngu af þeim þúsundum sem sækja um. Við fórum í gegnum tvö ítarleg viðtöl þar sem lagt var mat á umsækjandan og hugmyndina. En ástæða þess að Expluria fékk inngöngu er bakgrunnur minn sem frumkvöðull og sú frábæra hugmynd sem við erum að vinna í,“ segir Þór.

Með þáttttöku í hraðlinum fær Expluria fundi með þrjátíu erlendum fagfjárfestum og styrk að upphæð 3,5 milljónir króna frá Amazon AWS. Sá er í formi inneignar á hýsingu og aðgang þjónustuveri þeirra án endurgjalds næstu tvö ár.

„Forsvarsmenn hraðalsins meta sóknartækifæri og vaxtamöguleika Expluria þannig að hér sé á ferðinni lausn sem eigi eftir að ná mikill útbreiðslu þegar ferðaþjónustan nær sér aftur á strik. Þess má geta að við höfum fundið fyrir áhuga bæði innlendra- og erlendra fagfjárfesta sem og hjá forsvarsfólki ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Þór að lokum.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …