Það eru áfram í gildi miklar takmarkanir um ferðalög milli landa vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Flugfélög sem sinna engu innanlandsflugi hafa því ekki úr miklu að moða. Farþegafjöldinn hjá Icelandair hefði þannig orðið nærri tvöfalt hærri í október ef Air Iceland Connect væri hluti af starfseminni með greinilegri hætti en nú er.
Finnair, SAS og Norwegian sinna öll innanlandsflugi og geta þar að auki sinnt þeirri starfsemi frá sama flugvelli og alþjóðafluginu. Valkostur sem er ekki í boði hér á landi.