Niðursveiflan á Keflavíkurflugvelli ekki meiri síðan í sumarbyrjun

Erlend flugfélög stóðu undir sjö af hverjum tíu ferðum frá Keflavíkurflugvelli í október. Vægi Icelandair er því sögulega lágt. Um leið heldur umferðin frá flugvellinum áfram að dragast saman.

Ekki liggur fyrir hversu margir farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í október en ljóst er að fjöldi áætlunarferða nam rétt um fimm á dag.

Sóttvarnaraðgerðir hafa verið hertar víða í Evrópu nú í haust og hér á landi hefur verið krafa síðan 19. ágúst að allir fari í sóttkví við komuna til landsins. Strax í september dróst umferðin um Keflavíkurflugvöll meira saman en var raunin í júlí og ágúst eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.