Nú hafa flugfélög eins og British Airways, Lufthansa og easyJet gert hlé á ferðum sínum til Íslands. Airbaltic hefur fækkað brottförunum um helming og Wizz air heldur bara úti einni flugleið. Ennþá fljúga svo þotur Icelandair talsvert sjaldnar en flugáætlun félagsins gerir ráð fyrir. Í síðustu viku áttu ferðirnar að vera átján en voru svo aðeins tíu þegar upp var staðið.