Hluthafahópur Icelandair tók miklum breytingum eftir hlutafjáraukninguna í september því tveir af stærstu hluthöfunum, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og PAR Capital Management, tóku ekki þátt í útboðinu. Vægi þessara tveggja sjóða var aftur á móti mikið þegar núverandi stjórn Icelandair var valinn á aðalfundi félagsins í byrjun mars.