Skorar á fólk að sækja um vinnu hjá Ryanair

Útlitið er sérstaklega dökkt hjá Norwegian en það er eftirspurn eftir starfsmönnum félagsins.

Aðalskrifstofur Ryanair við flugvöllinn í Dublin. Mynd: Ryanair

Þessi vika hefur byrjað illa hjá Norwegian því í gær lá fyrir að norsk stjórnvöld ætla ekki að rétta félaginu hjálparhönd. Og í morgun birti félagið svo uppgjör fyrir síðasta mánuði og þar sést vel hversu tæpt félagið stendur.

Það liggur líka fyrir að umsvif Norwegian í vetur verða lítil og í dag skoraði starfsmannastjóri Ryanair á starfsfólk norska félagsins að senda inn starfsumsóknir. Þetta gerði hann með færslu á Linkedin og þar lofar flýtimeðferð á umsóknunum svo lengi sem þær eru merktar „Norwegian“. Eins og sjá má á færslunni hér fyrir neðan þá er Ryanair helst að leita eftir skrifstofufólki þessa dagana.