Tekjur af hótelrekstrinum niður um 371 milljón króna

Radisson Blu 1919 hótelið í Tryggvagötu eru í eigu fasteignafélagsins Eikar. Tekjur hótelsins námu aðeins 8 milljónum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þær hækkuðu svo í sumar en samdrátturinn milli ára er mikill.

Það var í mars sem útbreiðsla kórónaveirunnar fór að hafa veruleg áhrif á ferðir fólks á Vesturlöndum. Í þeim mánuði fækkaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um tvo þriðju og nýting á hótelherbergjum höfuðborgarinnar lækkaði niður í 38 prósent.

Herbergjanýtingin fór svo niður í þrjú til fimm prósent í apríl og maí en hún batnaði aðeins í sumar.

Tekjur Radisson 1919 hótelsins við Tryggvagötu lækkuðu að sama skapi verulega eins og sjá má í uppgjörum fasteignafélagsins Eikar sem á hótelið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.