Telja ferðamenn á enn fleiri stöðum

Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun vinna að því saman að fjölga teljurum við ferðamannastaði.

Staðirnir tuttugu og fjórir þar sem talning ferðafólks fer fram. SKJÁMYND AF VEF FERÐAMÁLASTOFU

Í Mælaborði ferðaþjónustunnar eru daglega uppfærðar tölur yfir fjölda þeirra sem lagt hafa leið sína að Dimmuborgum, Gullfossi, Þingvöllum, Grábrók og Goðafossi, bæði austan og vestan megin.

Nú hafa Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun ráðist í að fjölga áfangastöðunum sem talið er á. Munu gögnin nýtast til að meta álag ferðamanna á náttúru og innviði, ásamt því að meta dreifingu ferðamanna í rauntíma samkvæmt frétt á vef Ferðamálastofu.

Fyrsta áfanga verkefnisins lauk nú um miðjan október með uppsetningu á teljurum við Hvítserk, Dynjanda, Súgandisey, Saxhól, Hraunfossum og Seltúni. Talning eru byrjuð að skila sér af fjórum áfangastöðum og bætast Dynjandi og Súgandisey við á næstu dögum.

Annar áfangi verkefnisins hefst nú í nóvember og verða þá teljarar settir upp við Dettifoss, Stuðlagil, Jökulsárlón, Skaftafell, Fjaðrárgljúfur, Reynisfjöru og í Reykjadal.

Þriðja áfanga verkefnisins er svo áætlað að ljúki á vormánuðum næsta árs en verða þá settir upp teljarar við Fimmvörðuháls, Laugveginn, Látrabjarg og Hveravelli.