Þróunin í fjölda erlendra og íslenskra farþega í ár

Mynd: Isavia

Það voru rétt um sex þúsund erlendir farþegar sem flugu frá landinu í október og tæplega fjögur þúsund Íslendingar. Í fyrrnefna hópnum nam samdrátturinn, frá sama tíma í fyrra, 96 próesentum og 93 prósentum hjá Íslendingunum.

Eins og gefur að skilja hafa ferðatakmarkanir vegna útbreiðslu kórónaveirunnar haft álíka áhrif á ferðir beggja hópa eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.