Samfélagsmiðlar

„Við hefðum ekki náð þessum árangri ef Keflavíkurflugvöllur væri ekki samkeppnishæfur“

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia.

Leita verður leiða til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar segir í nýrri úttekt OECD á rekstri Isavia og kynnt var í vikunni. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir gott að fá utanaðkomandi sýn á flugvöllinn, ábendingar og skapa umræðu. Hann getur þó ekki tekið undir með ályktun OECD um skort á samkeppni eða hæfni til að takast á við hana.

„Við þurfum að vera samkeppnishæfur flugvöllur og teljum okkur vera það. Þegar við horfum til baka til síðustu fimm ára þá erum við ótrúlega stolt yfir árangrinum. Um þrjátíu flugfélög nýttu Keflavíkurflugvöll í fyrra og það er fátítt að félög hætti flugi hingað. Algengara er að þau bæti við ferðum og áfangastöðum. Við hefðum ekki náð þessum árangri ef Keflavíkurflugvöllur væri ekki samkeppnishæfur. Einnig sem tengistöð á Norður-Atlantshafinu en þar ætlum við okkur að sækja fram og eigum í samkeppni við flugvelli eins og í Kaupmannahöfn, Dublin og Helsinki á þeim markaði.“

Vetrargjaldskráin með þeim lægri í Evrópu

Tekjur Keflavíkurflugvallar, á hvern farþega, hafi verið um sextíu prósent hærri en almennt gerist á evrópskum flugvöllum samkvæmt úttekt OECD. Spurður um þessar háu tekjur þá bendir Guðmundur Daði á að sumargjaldskrá Keflavíkurflugvallar sé tiltölulega há og sérfræðingar OECD hafi eingöngu tekið hana með í útreikninga sína.

„Verðskráin yfir veturinn er aftur á móti ein sú ódýrasta í Evrópu og þá töluvert lægri en til að mynda í Kaupmannahöfn, Alicante og Dusseldorf svo dæmi séu tekin. Það hefur líka verið stefna stjórnvalda að gera ferðaþjónustuna að heilsárs atvinnugrein og þetta er liður í því og hefur skilað árangri. Fyrir tíu árum flugu þrjú flugfélög allt árið um kring frá Keflavíkurflugvelli en þau voru orðin þrettán.“

Óljóst hvort tekjur af verslunarrekstri eru teknar með

Guðmundur Daði bendir á að Isavia ekki hafa allar þær forsendur sem skýrsla OECD byggir á. Hann spyr sig til að mynda hvort sérfræðingar eftirlitsstofnunarinnar taki tekjur af verslunarrekstri og jafnvel tekjur og kostnað af flugleiðsögu inn í jöfnuna þegar tekjur á hvern farþega er reiknaðar.

„Það væri óvenjulegt því við aðskiljum þessa þætti í starfseminni. Í skýrslu OECD segir líka að flugvöllurinn eigi að vera með tvíhliða verðskrá (e. dual till) og það erum við með. Reglugerðin sem er í gildi hér á landi segir að gjaldskráin gagnvart flugfélögunum verði að vera gagnsæ og byggjast á raunkostnaði við að reka flugtengda innviði. Þessi verðskrá er undir eftirliti og reglugerðin felur líka í sér málskottrétt til Samgöngustofu og þangað hefur stöku málum verið skotið síðastliðinn áratug.“

Launakostnaður er hátt hlutfall af heildinni

OECD staldrar ekki bara við samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar og háar farþegatekjur í úttekt sinni á starfsemi Isavia. Þar er einnig fullyrt að Keflavíkurflugvöllur sé einn óhagkvæmasti og dýrasti flugvöllur Evrópu. Hér spyr Guðmundur Daði sig jafnframt hvort aðeins hafi verið horft til Keflavíkurflugvallar eða allrar starfsemi Isavia.

Hann bendir jafnframt á að launakostnaður sé um tveir þriðju af öllum kostnaði Keflavíkurflugvallar. „Ísland er hálaunaland en reksturinn hefur verið arðbær fyrir eigandann þó arðurinn fari í uppbyggingu flugvallarsvæðisins.“

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …