Vilja auðvelda samgöngur úr Leifsstöð í Vatnsmýri

Samruni rekstrar Air Iceland Connect og Icelandair tengist ekki flugvallarmálum segir forstjóri Icelandair Group.

Bombardier flugvél Air Iceland Connect á Reykjavíkurflugvelli. MYND: AIR ICELAND CONNECT

Nú er unnið að sameiningu systurfélaganna Air Iceland Connect og Icelandair. Við þá vinnu er meðal annars horft til að þess að tengja betur leiðakerfi félaganna líkt og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði í fréttum Rúv í gær.

Spurður hvernig hægt er að tengja leiðakerf flugfélaganna saman þegar þau starfa á sitthvorum flugvellinum þá segir Bogi Nils, í svari til Túrista, að leita eigi leiða til að koma á „þægilegri landtengingu“ á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar. Flugfélagið ætlar þó ekki sjálft að sjá um þær samgöngur heldur leita til þriðja aðila.

Bogi segir því að vinnan við að tengja saman leiðakerfi og bókunarkerfi félaganna sé ótengd flugvallarmálum. Hún snúist fyrst og fremst um að gera fólki það einfaldara að bóka flugmiða með báðum flugfélögum.

Stærsti hluti greina Túrista eru nú aðeins fyrir áskrifendur. Smelltu hér til að kaupa áskrift.