Það er margra áratuga hefð fyrir vetrarferðum Íslendinga til Gran Canaria eða Kanarí. Ferðalög landans til Kanaríeyjunnar Tenerife eiga sér hins vegar ekki eins langa sögu því það var fyrst í lok árs 2005 sem í boði voru reglulegar ferðir þangað frá Íslandi.
Það var hin nýstofnaða ferðaskrifstofa Sumarferðir sem reið á vaðið og eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan þá voru viðtökurnar góðar. Aðrar ferðaskrifstofur fylgdu í kjölfarið og í árið 2006 flugu rúmlega 11 þúsund manns frá Íslandi til eyjunnar.