Á þriðja hundrað manns nýttu sér ferðir Flugrútunnar

Nú fyrir jólin jókst flugumferðin til landsins umtalsvert og um leið hóf Flugrútan að keyra á ný milli Leifsstöðvar og höfuðborgarinnar. Ferðirnar höfðu legið niðri vikurnar á undan.

Að sögn Björns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Kynnisferða, þá nýttu á þriðja hundrað manns nýtt sér ferðir Flugrútunnar frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir jólin. Ætlunin er að bjóða upp á fleiri ferðir milli jóla og nýárs og svo aftur í byrjun janúar.

„Einnig höfum við verið að bjóða bílaleigubíla aðra leiðina sem margir hafa nýtt sér þegar Flugrútan er ekki í boði,“ segir Björn en Enterprise bílaleigan heyrir undir Kynnisferðir.