Það heyrir til undantekninga að Landsbankinn eignist hlut í fyrirtæki í kjölfar greiðsluerfiðleika en niðurstaða fjárhagslegrar endurskipulagningar Keahótelanna varð sú að ríkisbankinn eignaðist þriðjungs hlut í fyrirtækinu.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það ráðast síðar hvort eftirlitið hafi frumkvæði að því að skoða umrædda aðkomu bankans.