Ætla að opna fjölda nýrra hótela í Evrópu og eitt í Reykjavík
Herbergi á Hyatt Centric hótelinu í bandarísku borginni Portland í Oregon fylki.
Mynd: Hyatt Centric
Bandaríska hótelfyrirtækið Hyatt rekur í dag rúmlega sextíu hótel í Evrópu og ætlunin er að bæta við alla vega tuttugu hótelum fyrir árslok 2023. Þessi nýju gististaðir munu tilheyra mismunandi hótelkeðjum innan Hyatt.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.
Norska stjórnin útilokar ekki lánveitingu til Norwegian
Ef einkafjárfestar eru reiðubúnir til að leggja Norwegian til fé þá útilokar viðskiptaráðherra Noregs ekki veitingu ríkisláns. Þetta kemur fram í frétt Dagens Næringsliv nú í morgun en stjórnendur Norwegian vinna nú hörðum höndum að því að endurskipuleggja allan reksturinn. Stór hluti hans er í greiðsluskjóli. Uppstokkun reksturs Norwegian felur meðal annars í sér að … Lesa meira
Fréttir
„Án stuðnings Icelandair yrði rekstur Iceland Travel þungur í skauti”
Iceland Travel hefur lengi verið ein umsvifamesta ferðaskrifstofa landsins en nú gerir Icelandair Group nýja tilraun til að selja fyrirtækið. Í haust setti Alþingi það skilyrði fyrir lánveitingu sinni til Icelandair samsteypunnar að féð mætti aðeins nota í flugrekstur.
Fréttir
Samdráttur í vinnuferðum kemur minna niður á Íslandi og Icelandair
Viðskiptaferðalangar hafa staðið undir um helmingi farþegatekna flugfélaga sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hlutfallið er mun lægra hjá Icelandair. Langstærsti hluti þeirra sem heimsækir Ísland er kominn til að fara í frí. Hversu margir borga svo fyrir Íslandsferðina með vildarpunktum er ekki vitað.
Fréttir
Þau tíu Evrópulönd sem Evrópubúar eru líklegastir til að ferðast til
Flestir Evrópubúar horfa til ferðalaga suður á bóginn í sumar.
Fréttir
Pólverjar líklegastir til að fara í ferðalag á næstunni
Löngun Evrópubúa til að ferðast fer vaxandi samkvæmt mánaðarlegum mælingum Evrópska ferðamálaráðsins, ETC. Sérstaklega þegar kemur að ferðum á tímabilinu apríl til júní í ár. Þetta sýna niðurstöður nýjustu könnunar ETC sem birt var í vikunni en hún byggir á svörum sem var safnað 20. nóvember til 3. desember 2020. Síðan þá hafa sóttvarnaraðgerðir verið … Lesa meira
Fréttir
Engar ferðir til og frá landinu á morgun
Í kringum síðustu jól og árámót jókst umferðin um Keflavíkurflugvöll umtalsvert frá því sem hafði verið fyrr í vetur. Núna eru brottfarirnar á ný ein til tvær á dag en á morgun, fimmtudag, er ekkert farþegaflug í boði. Hvorki til landsins eða frá. Sú var tíðin að jóladagur var eini dagur ársins þar sem flugsamgöngur … Lesa meira
Fréttir
Tímasetning á flutningi MAX þotanna ákveðin þegar kyrrsetningu verður aflétt
Boeing MAX þotur fá heimild á ný til að fljúga innan Evrópska efnahagssvæðisins í næstu viku. Þetta kom fram í máli yfirmanns Flugöryggisstofnunnar Evrópusambandsins, EASA, á fundi með blaðamönnum fyrr í dag. Með þessari ákvörðun lýkur 22 mánaða flugbanni MAX þotanna í Evrópu en það var sett í kjölfar tveggja flugslysa þar sem 346 manns … Lesa meira
Fréttir
Isavia fær aukið hlutafé frá ríkinu
Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu segir að flutafjáraukningunni sé ætlað að mæta rekstrartapi vegna heimsfaraldursins og gerir hún félaginu kleift að hefja vinnu við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á ný. „Það er gríðarlega mikilvægt að við verðum reiðubúin þegar flugumferð verður orðin álíka og fyrir heimsfaraldur. Fram að því getum við ráðist í framkvæmdir … Lesa meira