American Airlines hættir við flug til Íslands

Ekkert verður af ferðum bandaríska flugfélagsins American Airlines til Íslands frá Philadelphia næsta sumar. Á heimasíðu flugfélagsins er ennþá hægt að bóka farmiða hingað til lands en heimildir Túrista herma að hætt hafi verið við flugið.

Áform American Airlines gerðu ráð fyrir daglegum ferðum hingað frá byrjun júní og fram í september. Ætlunin var að nota nýjar Airbus A321neo þotur í flugið en í þeim eru sæti fyrir 196 farþega.

Bandarísku flugfélögin Delta og United halda ennþá í sín áform um að fljúga hingað næsta sumar.