Árið ætti að enda með smá uppsveiflu á Keflavíkurflugvelli
Nú í desember stefnir í álíka samdrátt í alþjóðaflugi og var í september. Það yrði framför frá mánuðunum á undan.
Áætlunarferðunum til og frá landinu fækkaði um 96 prósent í nóvember sem var meiri samdráttur en mánuðina á undan eins og sjá má á línuritinu hér fyrr neðan. Megin skýringin á þessari niðursveiflu er sú að erlendu flugfélögin gerðu flest hlé á ferðum sínum hingað til lands frá og með lokum október.
Ennþá nærri fjögur þúsund flugferðir í sölu í maí og júní
Það er óljóst hvort komandi sumarvertíð standi undir nafni. Framboð á flugi til landsins í sumarbyrjun er þó töluvert og eins og áætlanir flugfélaganna eru í verður vægi Icelandair álíka og sumarið eftir fall WOW air.
Fréttir
Heimila MAX þotum að fljúga um evrópska lofthelgi á ný
Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, aflétti í dag kyrrsetningu Boeing MAX þotanna sem staðið hefur yfir síðan í mars árið 2019. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Kanada hafa gert slíkt hið sama. Í tilkynningu frá EASA er haft eftir Patrick Ky, yfirmanni stofnunarinnar að hann teldi þoturnar vera orðnar öruggar eftir þær endurbætur sem gerðar hafa verið. Ky … Lesa meira
Fréttir
Endurkoma Norwegian dregst á langinn
Ætlunin er að grynnka á skuldum flugfélagsins um nærri áttatíu prósent. Þau áform byggjast þó á því að greiðslustöðvun félagsins verði framlengd.
Fréttir
19 erlend félög með Íslandsflug á dagskrá í sumar
Það má telja víst að áætlanir flugfélaga eigi eftir að halda áfram að breytast næstu mánuði. Óvissan er nefnilega ennþá mjög mikil um það hvenær fólk getur ferðast á milli landa og heimsálfa á ný. En eins og staðan er í dag munu erlend flugfélög standa fyrir nærri 18 ferðum á dag til Keflavíkurflugvallar í júní nk. Það er samdráttur um fimmtung frá sama mánuði 2019.
Fréttir
Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík opnar í vor
Það verða 250 herbergi á hinu nýja Edition hóteli við Hörpu.
Fréttir
Frestar gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs
Til að koma til móts við ferðaþjónustunna, vegna ástandsins sem Covid-19 hefur valdið, þá hefur fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs verið frestað samkvæmt ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra. Fyrsti gjalddaginn verður því 1. desember 2021 í stað 1. mars nk. Hlutverk Ferðaábyrgðasjóðs er að veita ferðaskrifstofum lán til að endurgreiða ferðamönnum greiðslur sem höfðu verið greiddar vegna … Lesa meira
Fréttir
Segja mjög litlar líkur á því að Vita þurfi fjárhagslegan stuðning
Ef Icelandair Group þarf að ganga á lánalínu ríkisins þá má lánsféð aðeins nýta í flugrekstur samsteypunnar. Stjórnendur Icelandair flokka Vita sem flugrekstur og segja ferðaskrifstofuna standa fjárhagslega vel.
Fréttir
Aðeins starfandi flugmenn Icelandair í þjálfun á MAX vélarnar
Ekki liggur fyrir hversu margar MAX þotur verða nýttar í sumaráætlun Icelandair.