Árið ætti að enda með smá uppsveiflu á Keflavíkurflugvelli

Nú í desember stefnir í álíka samdrátt í alþjóðaflugi og var í september. Það yrði framför frá mánuðunum á undan.

Áætlunarferðunum til og frá landinu fækkaði um 96 prósent í nóvember sem var meiri samdráttur en mánuðina á undan eins og sjá má á línuritinu hér fyrr neðan. Megin skýringin á þessari niðursveiflu er sú að erlendu flugfélögin gerðu flest hlé á ferðum sínum hingað til lands frá og með lokum október.

Icelandair stóð því undir bróðurparti umferðarinnar um Keflavíkurflugvöll í nóvember. Í þarnæstu viku taka nokkur erlend flugfélög hins vegar upp þráðinn á ný og eins ætlar Icelandair að standa fyrir sérstakri jóla- og áramótadagskrá.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.