Árið ætti að enda með smá uppsveiflu á Keflavíkurflugvelli
Nú í desember stefnir í álíka samdrátt í alþjóðaflugi og var í september. Það yrði framför frá mánuðunum á undan.
Áætlunarferðunum til og frá landinu fækkaði um 96 prósent í nóvember sem var meiri samdráttur en mánuðina á undan eins og sjá má á línuritinu hér fyrr neðan. Megin skýringin á þessari niðursveiflu er sú að erlendu flugfélögin gerðu flest hlé á ferðum sínum hingað til lands frá og með lokum október.
Arctic Adventures hafa keypt ferðaþjónustufyrirtækin All Alaska Tours og Alaska Private Touring og stefna að uppbyggingu á grunni þeirrar reynslu sem fyrirtækið hefur aflað hér heima í ævintýra- og afþreyingarferðum.
Fréttir
Heathrow fær ekki að hækka gjöldin
Horfur eru á að bresk flugmálayfirvöld heimili ekki Heathrow-flugvelli að hækka flugvallargjöldin jafn mikið og stjórnendur flugvallarins telja nauðsynlegt til að viðhalda nauðsynlegu þjónustustigi vellinum og tryggja góða upplifun farþega.
Fréttir
Fresta verkfalli fram á laugardag
Samningaviðræður flugmanna og stjórnenda SAS halda áfram. Ef fjárhagslega endurskipulagning SAS heppnast þá verður norska ríkið á ný hluthafi í félaginu.
Fréttir
Heimurinn horfir á
Ekki hefur verið hlustað á ferðaþjónustuna og umhverfisverndarfólk um allan heim. Stórhvalaveiðar eru hafnar enn eina ferðina við Ísland.
Fréttir
Ætla sér stærri hlut í flugi milli Íslands og Spánar
Valkostirnir í vetur verða fleiri fyrir þá sem vilja fljúga beint til Spánar.
Fréttir
Flogið framhjá Rússlandi
Það eru litlar líkur á að flogin verði skemmsta leið frá Vestur-Evrópu til Japans, Kína og annarra Austur-Asíulanda á næstu árum, ef spádómar fyrrverandi forstjóra British Airways, Willie Walsh, rætast. Norska blaðið Dagens Næringsliv ræðir við hann.
Fréttir
Græna Danmörk
Ný ferðamálastefna danskra stjórnvalda beinist að því að Danmörk verði umhverfisvænsti áfangastaður ferðafólks í Norður-Evrópu. Stefnan er unnin í samráði við hagaðila í greininni og ber yfirskriftina „Þjóðarstefna um sjálfbæran vöxt í danskri ferðaþjónustu." Eitt meginmarkmið stefnunnar er að um 70 prósent allra gististaða í landinu hafi öðlast sjálfbærnivottun fyrir árið 2030.
Fréttir
Ekkert verður af Íslandsfluginu frá Hamborg
Icelandair situr eitt að áætlunarflugi hingað til lands frá næstfjölmennustu borg Þýskalands.