Ekkert flug á gamlársdag

Það munu engir farþegar eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á gamlársdag. MYND: ISAVIA

Oftar en ekki þá liggja flugsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli niðri á jóladag en gamlársdagur hefur aftur á móti verið líflegur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á gamlársdag í fyrra voru til að mynda farnar nærri sjötíu áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Núna er hins vegar ekki ein einasta flugferð á áætlun flugvallarins þennan síðasta dag ársins.

Á morgun, 30. desember, verða ferðirnar samtals fjórar því þotur Icelandair munu fljúga til bæði London og Amsterdam. Á nýársdag verða þotur Icelandair hins vegar ekki á flugi en þá býður Wizz Air upp á tvær ferðir til Póllands.