Endurræsa Flugrútuna

Mynd: Kynnisferðir

Það eru fáir sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þessa dagana og sætaferðir þaðan til höfuðborgarinnar hafa legið niðri síðustu vikur. Flugrútan, sem rekin er af Kynnisferðum, fór þó af stað á ný í dag og ætlunin er að fara reglulega milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar næstu tvær vikur.

Ástæðan er sú aukning sem áformuð er í flugi til og frá landinu fyrir hátíðarnar samkvæmt svari frá fyrirtækinu. En eins og Túristi hefur áður greint frá verður flogið hingað frá átján borgum fyrir jól.

Þar með er útlit fyrir að samdrátturinn á Keflavíkurflugvelli í desember verði nokkuð minni en hann var í október og nóvember.