Fjöldi flugmanna gæti þurft að halda sér við fyrir eigin reikning

Það kostar flugmenn umtalsverðar upphæðir að halda sér við nú þegar margir þeirra eru án vinnu.

Frá þjálfunarmiðstöð Icelandair í Hafnarfirði. MYND: TRU FLIGHT TRAINING ICELAND

Frá og með áramótum verður aðeins 71 flugmaður á launaskrá Icelandair. Til samanburðar voru þeir 562 sumarið 2019 en stjórnendur Icelandair hafa gefið út að umsvif flugfélagsins næsta sumar eigi að vera rétt um fjórðungi minni en í hittifyrra.

Ef það á að ganga eftir þá ætti félagið að þurfa að endurráða fjölda flugmanna á næstunni. Þeir sem ekki fá vinnu verða þá að bera kostnaðinn sjálfir við að halda sér við.

Og það gera margir til að eiga betri möguleika á nýju starfi segir Hörður Þorvaldsson hjá V-one, fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfun og ráðgjöf fyrir flugmenn og flugfélög á alþjóðavísu. V-one var stofnað nýverið af teymi þjálfunarflugstjóra Icelandair.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.