Flestir Íslendingar á hótelum höfuðborgarinnar

MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í nóvember síðastliðnum dróst saman um 92 prósent samanborið við nóvember 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 93 prósent.

Íslendingar sjálfir stóðu undir 71 prósent af viðskiptunum við hótelin í nóvember og eins og sjá má gistu flestir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.