Frá Reykjavíkurflugvelli til Flugvalla í Hafnarfirði

Icelandair flytur skrifstofur sínar frá Reykjavíkurflugvelli árið 2023. Mynd: Isavia

Stjórnendur Icelandair Group hafa gert samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Reykjavíkurflugvöll. Icelandair Group mun leigja húsnæðið af Reitum í þrjú ár og verður starfsemi félagsins áfram í húsnæðinu á því tímabili.

Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar íslenskra króna. Andvirðið verður að hluta nýtt til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkingar á lausafjárstöðu samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Á sama tíma hefur ákvörðun verið tekin að flytja höfuðstöðvar Icelandair Group á Flugvelli í Hafnarfirði þar sem félagið er nú þegar með hluta starfsemi sinnar.

Þess má geta að hið verðandi flugfélag Play er með skrifstofur sínar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.