Fyrsta flugferðin til Stokkhólms síðan í sumar

Frá Arlanda flugstöðinni við Stokkhólm. Mynd: Daniel Asplund / Swedavia

TF-ISR, 21 árs gömul farþegaþota Icelandair, lenti á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi klukkan 19 mínútur yfir tíu í morgun. Þetta var í fyrsta sinn síðan 19. ágúst sem farþegaflugvél Icelandair flýgur til sænsku höfuðborgarinnar.

Nærri níu þúsund Íslendingar búa í Svíþjóð og næsta ferð Icelandair til Stokkhólms er á dagskrá föstudaginn 18. desember. Svo verður flogið á ný laugardaginn 19. desember og síðasta ferð fyrir jól er áætluð mánudaginn 21. desember.