Geta aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir Icelandair hafa lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn. Ástæðan er sú að félagið verður að öllu óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun næsta árs.
