Ferðatakmarkanir voru hertar víða í haust í takt við aukna útbreiðslu Covid-19. Af þeim sökum er miklu færri á ferðinni milli landa og til marks um það þá fækkaði gistinóttum útlendinga á íslenskum hótelum um 97 prósent í október. Hlutfallslega er samdrátturinn mun minni á hinum Norðurlöndunum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.