Hætta að endurgreiða ferðamönnum virðisaukaskatt

Nú verður dýrara fyrir Íslendinga að fara í búðaferð í Bretlandi.

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners
Piccadilly Circus í London. Mynd: Julian Love / London and Partners

Samhliða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa stjórnvöld þar í landi ákveðið að leggja niður allar endurgreiðslu á virðisaukaskatti til ferðamanna frá og með áramótum. Íslendingur sem farið hefur í búðaferð í Bretlandi getur þá ekki lengur gert kröfu á flugvellinum um að fá tilbaka um fimmtung af söluverðinu.

Þessi ákvörðun breskra stjórnvalda hefur verið harðlega gagnrýnd af verslunarmönnum í Bretlandi sem segja ljóst að með þessu færist verslun erlendra ferðamanna til annarra landa. Og um leið muni erlendu ferðafólki í landinu fækka og fjöldi starfa tapast.

Nú er að sjá hvort þessi breyting dragi úr áhuga Íslendinga á ferðalögum til Bretlands.