Icelandair: Við kjósum að vera bjartsýn

Sumaráætlun Icelandair byggir á tíðum ferðum til Norður-Ameríku og Evrópu en ennþá liggur ekki fyrir hvernig ferðalögum milli heimsálfa verður háttað. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir of snemmt að segja til um hvort fækka þurfi ferðum í sumaráætluninni.

Þota Icelandair við flugstöðina í Denver en þangað ráðgerir félagið að fljúga daglega næsta sumar. Mynd: Denver Airport

Í eðlilegu árferði þá væru ófáir nú þegar búnir að bóka ferðalög út í heim fyrir vorið og sumarið. Næstu vikur myndu svo streyma inn pantanir til flugfélaga og ferðaskrifstofa fyrir komandi vertíð. Núna er ástandið hins vegar þannig að það liggur ekki fyrir hvenær heimsbyggðin kemst á ferðina á ný þó bólusetningar fyrir Covid-19 séu komnar á dagskrá.

Vestanhafs vara sóttvarnaryfirvöld við því að næstu mánuðir verði erfiðir og það verði fyrst í júní sem búið verði að bólusetja bandarísku þjóðina. Á sama tíma hefur forstjóri Delta flugfélagsins sagt að líklega verði gerð krafa um að allir farþegar í alþjóðaflugi hafi verið bólusettir.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.