Samfélagsmiðlar

Ísland eitt þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestu höggi vegna fækkunar ferðafólks

Ráðherra ferðamála telur að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar heimsfaraldrinum lýkur.

Samdráttur í komum ferðamanna hingað til lands nam 74 prósentum á fyrstu átta mánuðum ársins.

Samkvæmt greiningu Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) er Ísland í hópi þeirra landa í Evrópu sem hafa orðið fyrir hvað mestum samdrætti í komum ferðamanna á árinu. Malta, Portúgal og Serbía eru með álíka fækkun en þau lönd sem hafa orðið hvað verst úti eru Kýpur, Svartfjallaland, Rúmenía og Tyrkland með um eða yfir 77% fækkun. Þá hefur samdráttur í ferðaþjónustu einnig mikil áhrif á afkomu og störf í fjölmörgum öðrum atvinnugreinum s.s. landbúnaði, verslun, samgöngum og byggingariðnaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að í Jafnvægisás ferðamála, sem er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins, eru sex mælikvarðar skilgreindir undir flokknum þjóðhagslegar stærðir. Á árinu 2017 var einn þeirra undir þolmörkum (hlutdeild í VLF), fjórir farnir að nálgast þolmörk (framlag til hagvaxtar, framleiðni vinnuafls, meðallaun, og afkoma greinarinnar), og einn yfir þolmörkum (hlutdeild í útflutningi).

„Íslensk ferðaþjónusta stendur á styrkum stoðum. Við höfum sett tugi milljarða í innviðauppbyggingu undanfarin ár. Við eigum skýran stefnuramma fyrir greinina til ársins 2030 sem unnin var í samráði við greinina og sveitarstjórnarstigið. Sú stefna stendur óhögguð þegar  COVID-tímabilinu lýkur. Við byggjum á þeim grunni og sækjum fram um leið og færi gefst. Búast má við því að ferðamenn muni sækja í örugga áfangastaði þar sem góðir innviðir eru til staðar og nægt pláss til athafna. Ísland, sem strjálbýlasta land Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni, verður eftirsóknarverður áfangastaður þegar fólk fer að ferðast á ný eftir COVID-19 faraldurinn,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í frétt Stjórnarráðsins.

Þar því jafnframt slegið föstu að Ísland hafi fengið töluverða athygli í erlendum fjölmiðlum fyrir viðbrögð við heimsfaraldrinum og samkvæmt nýlegri greiningu á vegum Íslandsstofu má greina aukna jákvæðni og ferðavilja á mörkuðum eftir að fréttir af bóluefni komu fram auk þess sem merkja má aukningu í leitarfyrirspurnum um Ísland sem áfangastað.

Ljóst er að COVID-19 faraldurinn hefur valdið gífurlegum samdrætti í alþjóðlegum ferðalögum um heim allan og á Íslandi. Nýjustu tölur Alþjóðaferðamálastofnunarinnar (UNWTO) sýna 70% samdrátt í fjölda ferðamanna á heimsvísu og 68% í Evrópu fyrir tímabilið janúar-ágúst 2020. Samkvæmt Ferðamálastofu var samdráttur í brottförum erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll fyrir sama tímabil 74 prósent.

„Enn ríkir mikil óvissa um viðsnúning ferðaþjónustu næstu mánuði og ár en fréttir af bóluefni og bólusetningum, sem sums staðar eru þegar hafnar, gefa tilefni til bjartsýni. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, Seðlabanki Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar gera ráð fyrir því að ferðamenn verði á bilinu 750 – 950 þúsund árið 2021. Búast má við að viðsnúningur hefjist fyrir alvöru á þriðja ársfjórðungi, en að breytingar verði greinilegar frá og með apríl 2021,“ segir að lokum í fréttinni.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …