Samfélagsmiðlar

Ísland eitt þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestu höggi vegna fækkunar ferðafólks

Ráðherra ferðamála telur að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar heimsfaraldrinum lýkur.

Samdráttur í komum ferðamanna hingað til lands nam 74 prósentum á fyrstu átta mánuðum ársins.

Samkvæmt greiningu Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) er Ísland í hópi þeirra landa í Evrópu sem hafa orðið fyrir hvað mestum samdrætti í komum ferðamanna á árinu. Malta, Portúgal og Serbía eru með álíka fækkun en þau lönd sem hafa orðið hvað verst úti eru Kýpur, Svartfjallaland, Rúmenía og Tyrkland með um eða yfir 77% fækkun. Þá hefur samdráttur í ferðaþjónustu einnig mikil áhrif á afkomu og störf í fjölmörgum öðrum atvinnugreinum s.s. landbúnaði, verslun, samgöngum og byggingariðnaði. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að í Jafnvægisás ferðamála, sem er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins, eru sex mælikvarðar skilgreindir undir flokknum þjóðhagslegar stærðir. Á árinu 2017 var einn þeirra undir þolmörkum (hlutdeild í VLF), fjórir farnir að nálgast þolmörk (framlag til hagvaxtar, framleiðni vinnuafls, meðallaun, og afkoma greinarinnar), og einn yfir þolmörkum (hlutdeild í útflutningi).

„Íslensk ferðaþjónusta stendur á styrkum stoðum. Við höfum sett tugi milljarða í innviðauppbyggingu undanfarin ár. Við eigum skýran stefnuramma fyrir greinina til ársins 2030 sem unnin var í samráði við greinina og sveitarstjórnarstigið. Sú stefna stendur óhögguð þegar  COVID-tímabilinu lýkur. Við byggjum á þeim grunni og sækjum fram um leið og færi gefst. Búast má við því að ferðamenn muni sækja í örugga áfangastaði þar sem góðir innviðir eru til staðar og nægt pláss til athafna. Ísland, sem strjálbýlasta land Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni, verður eftirsóknarverður áfangastaður þegar fólk fer að ferðast á ný eftir COVID-19 faraldurinn,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í frétt Stjórnarráðsins.

Þar því jafnframt slegið föstu að Ísland hafi fengið töluverða athygli í erlendum fjölmiðlum fyrir viðbrögð við heimsfaraldrinum og samkvæmt nýlegri greiningu á vegum Íslandsstofu má greina aukna jákvæðni og ferðavilja á mörkuðum eftir að fréttir af bóluefni komu fram auk þess sem merkja má aukningu í leitarfyrirspurnum um Ísland sem áfangastað.

Ljóst er að COVID-19 faraldurinn hefur valdið gífurlegum samdrætti í alþjóðlegum ferðalögum um heim allan og á Íslandi. Nýjustu tölur Alþjóðaferðamálastofnunarinnar (UNWTO) sýna 70% samdrátt í fjölda ferðamanna á heimsvísu og 68% í Evrópu fyrir tímabilið janúar-ágúst 2020. Samkvæmt Ferðamálastofu var samdráttur í brottförum erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll fyrir sama tímabil 74 prósent.

„Enn ríkir mikil óvissa um viðsnúning ferðaþjónustu næstu mánuði og ár en fréttir af bóluefni og bólusetningum, sem sums staðar eru þegar hafnar, gefa tilefni til bjartsýni. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, Seðlabanki Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar gera ráð fyrir því að ferðamenn verði á bilinu 750 – 950 þúsund árið 2021. Búast má við að viðsnúningur hefjist fyrir alvöru á þriðja ársfjórðungi, en að breytingar verði greinilegar frá og með apríl 2021,“ segir að lokum í fréttinni.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …