Ísland ekki á kortinu hjá nokkrum af stærstu flugfélögum Evrópu

Ef Evrópubúar geta að mestu að eins ferðast innan álfunnar næsta sumar þá eru vísbendingar um að staða Íslands sem áfangastaðar sé ekki nógu sterk.

Þotur Icelandair við Keflavíkurflugvöll. Mynd: Isavia

Keflavíkurflugvöllur er eina norræna flughöfnin sem fjögur stærstu flugfélög Norður-Ameríku fljúga til. Og verulegur hluti af rekstri Icelandair byggir á ferðum til Bandaríkjanna og Kanada. Þetta tíðu ferðir vestur um haf skýra óvenju hátt hlutfall bandarískra ferðamanna hér á landi.

Sumarið 2019 stóðu þeir undir 29 prósent gistinátta á íslenskum hótelum. Til samanburðar var hlutfall bandarískra hótelgesta rétt um fimm af hundraði í Noregi. Vægi Bandaríkjamanna var líka um fimm prósent í Vínarborg og Berlín svo fleiri dæmi séu tekin.

Íslensk ferðaþjónstufyrirtæki og þá sérstaklega Icelandair eiga mikið undir því að bandaríski markaðurinn opnist fljótlega. Ef það gerist ekki nægjanlega snemma fyrir komandi sumarvertíð þá er ljóst að Icelandair þarf ekki bara að fækka ferðunum til Bandaríkjanna heldur líka til Evrópu. Stór hluti af farþegum félagsins eru nefnilega tengifarþegar á leið yfir Norður-Atlantshafið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.