Íslendingar bókuðu 34 gistinætur í Vínarborg

vin2
Frá Vínarborg. Mynd: Wien.info

Nú heldur ungverska flugfélagið Wizz Air út flugi milli Íslands og Vínarborgar allt árið um kring. Ferðirnar hafa þó að mestu legið niðri nú í haust og í október var til að mynda bara ein ferð í boði.

Í ljósi þess og hversu miklar ferðatakmarkanir gilda þá þarf ekki að koma á óvart að fáir Íslendingar voru á ferðinni í höfuðborg Austurríkis í október. Gistinóttum Íslendinga þar fækkaði þannig um 97 prósent í mánuðinum og voru samtals 34 talsins.

Sem fyrr segir þá fljúga þotur Wizz Air héðan til Vínarborgar allt árið og yfir sumarmánuðina þá bætast við ferðir á vegum Austrian Holidays.