Lánafyrirgreiðsla í árslok tryggði laun til starfsmanna flugfélagsins

Það eru íslenskir fjárfestar með Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, í broddi fylkingar sem eiga meirihlutann í Cabo Verde Airlines. Verkalýðsforkólfar á Grænhöfðaeyjum hafa í vetur gagnrýnt seinagang í launagreiðslum til starfsmanna.

Það var í byrjun árs 2019 sem tilboði Icelandair og meðfjárfesta í meirihlutann í Cabo Verde Airlines var tekið.

Flugrekstur Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum hefur legið niðri síðan í upphafi heimsfaraldursins. Launagreiðslur til starfsmanna hafa á sama tíma dregist og nokkrum dögum fyrir jól gagnrýndu forsvarsmenn stéttarfélaga á Grænhöfðaeyjum stöðu mála.

Létu þeir í veðri vaka að grípa þyrfti til aðgerða ef stjórnvöld tækju ekki af skarið en það er ríkissjóður Grænhöfðaeyja fer með 36 prósent hlut í flugfélaginu á móti íslensku fjárfestunum.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.