Meirihlutinn greiddi atkvæði með hlutafjáraukningu

Allar þær tilllögur sem stjórn Norwegian lagði fyrir hluthafa félagsins á rafrænum fundi í morgun voru samþykktar.

Þar með liggur fyrir að félagið mun reyna að afla sér fjögurra milljarðra norskra króna í nýtt hlutafé. Það jafngildir nærri 60 milljörðum íslenskra króna.

Einnig verður allt hlutafé í dag fært niður og leitað verður eftir samþykkti kröfuhafa fyrir því að breyta skuldum í hlutafé.

Rekstur Norwegian í Noregi og á Írlandi er í dag í einskonar greiðsluskjóli sem nær fram í lok febrúar á næsta ári.