Ósamræmi í farmiðaverði systurfélaganna
Sá sem ætlar að ferðast frá Seattle til Ísafjarðar borgar minna fyrir farið ef hann bókar allt hjá Icelandair. Hins vegar tapar Þjóðverji á því að gera slíkt og sama má segja um þann sem ætlar frá Egilsstöðum til Svíþjóðar. Akureyringur á leið til Amsterdam gæti hins vegar fengið farið fyrir minna með því að bóka allt á einu bretti.
