Ósamræmi í farmiðaverði systurfélaganna

Sá sem ætlar að ferðast frá Seattle til Ísafjarðar borgar minna fyrir farið ef hann bókar allt hjá Icelandair. Hins vegar tapar Þjóðverji á því að gera slíkt og sama má segja um þann sem ætlar frá Egilsstöðum til Svíþjóðar. Akureyringur á leið til Amsterdam gæti hins vegar fengið farið fyrir minna með því að bóka allt á einu bretti.

Það getur munað töluverðu á fargjöldunum út í heim eftir því hvort innanlandsflugið er keypt með alþjóðafluginu eða ekki. Jafnvel þó um sé að ræða sömu flugferðir. MYND: ISAVIA

Það var tilkynnt í lok síðasta vetrar að samþætta ætti rekstur systurfélaganna Air Iceland Connect og Icelandair. Níu mánuðum síðar er ennþá unnið að því að samræma bókunarkerfi félaganna tveggja og ekki er vanþörf á. Því samkvæmt athugun Túrista getur munað miklu á verði farmiða sem bókaðir eru annars vegar inn á vef Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect. Jafnvel þó um sé að ræða nákvæmlega sömu flugferðirnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.