Reiknar með að Norðmenn komist fyrst til útlanda í sumar

Frá Gardermoen flugvelli í Ósló.

Þó bólusetningar vegna kórónuveirunni séu að hefjast í Noregi þá telur Erna Solberg, forsætisráðherra, Noregs að Norðmenn verði að gera sér það að góðu að ferðast innanlands í vetur. Hún skorar því á landa sína að bóka gistingu á norskum hótelum fyrir páskana.

Aftur á móti vonast Solberg til að sólþyrstir landar hennar komist til útlanda í sumar.

„Nú er bólusetningar að hefjast í Evrópu. Það verða þó örugglega áfram lönd sem erfitt verður að ferðast til en ég hef trú á því að við getum farið yfir landamærin í sumar,“ segir Solberg í viðtali við norska viðskiptavefinn E24.

Sumarið 2019 komu um 14 þúsund norskir ferðamenn til Íslands samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Samgöngurnar milli Íslands og Óslóar hafa líka verið góðar. Þotur Icelandair og SAS fljúga leiðina daglega og Norwegian þrisvar í viku. Til viðbótar hefur Icelandair sinnt sumarflugi milli Íslands og Bergen.

Nú í haust og vetur hafa hins vegar ferðirnar legið niðri nema rétt yfir jól og áramót.